Blómstrandi dagar í Hveragerði 11. -14. ágúst

skrifað 05. ágú 2016

Alla helgina verður líf og fjör í bænum fyrir alla fjölskylduna og bjóðum við í 70 ára afmælisveislu. Dagskráin er fjölbreytt og er margt í boði.

Fjölskylduskemmtanir eru um miðjan laugardag og sunnudag í Lystigarðinum og eru fjölmargir listamenn sem koma fram. Ísdagurinn hefur mikið aðdráttarafl en það verður gaman að smakka Hillaríís, Trumpís, Flensuís, Geitamjólkurís, Vampíruís og fleiri tegundir.

11834890_1620918878167297_3659405911852137173_o Bæjarbúar hafa skreytt hverfin eftir litaskiptingu þeirra og hafa margar skemmtilegar hugmyndir litið dagsins ljós í anda hátíðarinnar sem gaman er að skoða. Í Lystigarðinum verður hin árlega brenna og brekkusöngur sem Ingó Veðurguð leiðir og flugeldasýning Hjálparsveitar skáta. Einnig mun Hljómlistarfélag Hveragerðis frumflytja nýtt Hveragerðislag í tilefni 70 ára afmælis Hveragerðis. Þetta er þó aðeins brot af því sem verður í boði og er fjölbreytt dagskrá alla dagana:

 • Grænmetismarkaður, sýningar og opnar vinnustofur
 • fornbílar, söguferðir, sundlaugarfjör og jóga
 • Sirkusskóli, Sirkus Íslands, BMX Brós og Leikhópurinn Lotta
 • PókemonGo-veiði, veltibíllinn, bubble bolti Sprell leiktæki og aparóla
 • Felix, Lína Langsokkur, Einar töframaður, Húlladúllan og húllafjör
 • Bryndís Ásmunds, Ingó, Hera Hjartar
 • Jón Ólafs, Gunni Þórðar, Friðrik Ómar
 • Jazzistar, strengjakvartett, Hljómlistarfélagið, Stuðlabandið

Í dagskránni er viðburðum skipt upp í liti:

 • Blár er hreyfing og fjör
 • Rauður er tónlist og skemmtun
 • Fjólublár, sýningar, gallerí og opnar vinnustofur
 • gulur, verslun og þjónusta

Það er því tilvalið að heimsækja bæinn og njóta þess sem er í boði. Við bjóðum alla velkomna!

panorama-lowq

Fylgist með hátíðinni á Facebook síðu Blómstrandi daga