Frábær árangur hjá ungum íþróttamönnum

skrifað 05. jún 2013
Fannar Ingi fór holu í högg á StrandarvelliFannar Ingi fór holu í högg á Strandarvelli

Hvergerðingarnir Fannar Ingi, golfari og Ragnar, körfuboltamaður, Kristján og Hafsteinn, blakmenn, hafa staðið sig vel í sinni íþrótt nú í byrjun sumars. Fannar Ingi sigraði á öðru stigamóti sumarsins á Íslandsbankamótaröðinni í golfi og Ragnar lék vel með A - landsliði Íslands í körfubolta á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg en liðið var í 3. sæti. Bræðurnir Kristján og Hafsteinn Valdimarssynir léku með A - landsliði Íslands á HM og á Smáþjóðleikunum.

Fannar Ingi Steingrímsson er 14 ára og spilaði seinni hringinn á Strandarvelli um helgina á 61 höggi eða níu höggum undir pari. Hann fór holu í höggi, fékk átta fugla og setti vallarmet af gulum teigum á Hellu. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi spilað betri hring á unglingamótaröðinni áður. Frábær árangur hjá Fannari og á hann framtíðina fyrir sér.

Hér má sjá umfjöllun á visi.is um Fannar http://visir.is/hver-er-fannar-ingi-steingrimsson-/article/2013130609720

Ragnar Nathanaelsson var valinn í A - landslið karla í körfubolta og eru mörg spennandi verkefni framundan. Liðið sem fór á Smáþjóðaleikana var mjög ungt og var þriðja sætið góður árangur. 
Nú tekur við landsliðsprógram í júlí og ferð til Kína, æfingaleikir við Dani og síðan undankeppni Evrópumótsins í ágúst þar sem strákarnir spila við Rúmeníu og Búlgaríu.“

Bræðurnir Kristján og Hafsteinn Valdimarssynir leika með blaklandsliði Íslands og léku þeir í E riðli undakeppni HM innan Evrópu sem var í Halmstad í Svíþjóð. Mótherjar liðsins voru Svíar, Grikkir og Norðmenn.

Að móti loknu í Svíþjóð hélt liðið áfram för sinni á Smáþjóðaleikana í Luxemborg þar sem liðið mætti erfiðum mótherjum eins og heimamönnum, Kýpur, San Marino og Monakó.

Við óskum þessum frábæru íþróttamönnum til hamingju með árangurinn og gangi þeim sem allra best í komandi verkefnum.

Ragnar, nr 7, er hæsti körfuboltamaður landsins og átti góðan leik í LúxemborgBræðurnir urðu nú í vor danskir meistarar í blaki með liði sínu Marienlyst