Kynning á deiliskipulagi fyrir úrbætur og lagfæringar á Reykjadal í Ölfusi.

skrifað 04. jún 2013
byrjar 10. jún 2013
 
ReykjadalurReykjadalur

Unnin hefur verið skipulagslýsing og deiliskipulag fyrir endurbætur á Reykjadal, lagfæringar á göngustígum og bæta aðstöðuna við baðlækinn.
Á síðasta ári var hafin vinna við gerð deiliskipulagsins. Skipulagslýsing fyrir deiliskipulagið hefur verið send út til umsagnar og umsagnir liggja fyrir. Deiliskipulagið verður lagt fram til kynningar á opnum fundi í LBHÍ að Reykjum Ölfusi, mánudaginn 10. júní 2013, kl. 17.
Mikil umferð er um Reykjadalinn og hefur hún aukist margfalt síðustu árin. Koma þarf gönguleiðinni í einn farveg og loka öðrum leiðum og einnig að verja gróðurinn í dalnum vegna átroðnings göngufólks, hrossa og reiðhjóla. Við baðlækinn er grasbalinn mikið skemmdur og verður að grípa til góðra ráða til að varna meiri skemmdum. Leiðbeininga- og upplýsingaskilti þarf að setja upp við upphaf gönguleiða að dalnum og einnig á gönguleiðinni sjálfri.
Mikilvægt er að þeir sem eru að njóta útivistar í dalnum mæti á fundinn, fræðist um fyrirhugaðar aðgerðir og bendi á góðar lausnir til að bæta það sem þegar er orðið skemmt.

Til fundarins boða LBHÍ að Reykjum, sem eigandi landsins, Sveitarfélagið Ölfus, Hveragerðisbær og Eldhestar ehf.

Tjöld í Reykjadal