Marín Laufey íþróttamaður Hamars

skrifað 04. mar 2013
Marín Laufey Davíðsdóttir, körfuknattleikskona.Marín Laufey Davíðsdóttir, körfuknattleikskona.

Á aðalfundi Íþróttafélagsins Hamars, síðastliðinn sunnudag, var Marín Laufey Davíðsdóttir, körfuknattleikskona, krýnd íþróttamaður Hamars 2012. Marín hefur leikið í meistaraflokki Hamars í þrjú tímbil, þrátt fyrir ungan aldur, og hefur staðið sig með mikilli prýði. Hún leikur sem bakvörður og er einn af máttarstólpum liðsins. Auk Marínar voru útnefndir íþróttamenn hverrar deildar.

Eftirtaldir fengu viðurkenningar:

  • Badmintonmaður Hamars, Guðjón Helgi Auðunsson
  • Fimleikamaður Hamars, Erla Lind Guðmundsdóttir
  • Blakmaður Hamars, Haraldur Örn Björnsson
  • Hlaupari Hamars, Líney Pálsdóttir
  • Knattspyrnumaður Hamars, Ingþór Björgvinsson
  • Körfuknattleiksmaður Hamars, Marín Laufey Davíðsdóttir
  • Sundmaður Hamars, Elva Björg Elvarsdóttir
Marín Laufey íþróttamaður Hamars