Ragnar Ágúst íþróttamaður Hveragerðis

skrifað 04. jan 2016
Ragnar Ágúst, íþróttamaður Hveragerðis 2015Ragnar Ágúst, íþróttamaður Hveragerðis 2015

Ragnar Ágúst Nathanaelsson, körfuknattleiksmaður var kjörinn íþróttamaður Hveragerðis í athöfn á vegum menningar-, íþrótta- og frístundanefndar í Listasafninu í lok árs. Ragnar var einn af 12 leikmönnum sem skráði sig á spjöld íslenskrar körfuboltasögu þegar hann lék með A-landsliði karla í Evrópumóti FIBA í Berlín á móti bestu körfuknattleiksþjóðum álfunnar. Ragnar æfði og lék með Sundsvall Dragons í sænsku úrvalsdeildinni fram á vor en nú leikur hann með Þór Þorlákshöfn og er liðið nú 3. sæti í úrvalsdeild. Ragnar var valinn í úrvalslið KKÍ fyrir fyrri hluta Domino´s deildar karla nú í lok árs en hann var með 11,9 fráköst, 13,9 stig og með 21,4 framlagsstig þegar fyrri umferð lauk.

Það var stór hópur íþróttamanna sem fengu viðurkenningu fyrir frábær afrek á árinu en eftirtaldir fengu viðurkenningu: Björgvin Karl Guðmundsson lyftingamaður, Dagný Lísa Davíðsdóttir körfuknattleikskona, Dagný Rún Gísladóttir knattspyrnukona, Fannar Ingi Steingrímsson golfari, Hafsteinn Valdimarsson blakmaður, Helga Hjartardóttir fimleikakona, Hrund Guðmundsdóttir badmintonkona, Janus Halldór Eiríksson knapi, Kristján Valdimarsson blakmaður, Ragnar Ágúst Nathanaelsson körfuknattleiksmaður, Snorri Þór Árnason akstursíþróttamaður, Úlfar Jón Andrésson íshokkímaður, Þorlákur Máni Dagbjartsson knattspyrnumaður og Þórhallur Einisson badmintonmaður. Einnig fengu 8 íþróttamenn viðurkenningu fyrir að hafa orðið Íslands- eða bikarmeistari á árinu.

Ljósmyndari Guðmundur Erlingsson

Það voru margir íþróttamenn sem fengu viðurkenningu fyrir afrek sín á árinuÍslands- og bikarmeistarar 2015