Þrettándagleði fellur niður

skrifað 04. jan 2013
Skátarnir opnuðu fyrsta jólagluggann og má þar finna einn bókstaf.  Skátarnir opnuðu fyrsta jólagluggann og má þar finna einn bókstaf.

Ákveðið var að fella niður fyrirhugaða Þrettándagleði. Spáð er mikilli rigningu og roki.

Jólagluggaleikurinn stendur sem hæst og eru lausnir farnar að berast inn á bæjarskrifstofu. Vegleg vinningskarfa frá þjónustuaðilum í bænum verður dregin út til heppins vinningshafa þann 10. janúar næstkomandi.

Upplagt að fjölskyldan fari saman og finni bókstafina í jólagluggunum. Bókstafirnir eru níu og mynda bókarheiti, tvö orð. Síðan á að finna höfund bókarinnar.

Gangi ykkur vel og megi nýja árið færa ykkur farsæld.