Stróksskátar fá forsetamerki.

skrifað 03. okt 2013
byrjar 29. sep 2013
 
Strókur ForsetamerkiStrókur Forsetamerki

Það voru 18 ungmenni sem fengu forsetamerkið í ár þar af voru 6 frá Stróki.

Við áttum yndislegan dag þarna á Bessastöðum, athöfnin í kirkjunni var falleg, forsetin talaði hlýlega til krakkanna sem voru að sjálfsögðu afskaplega prúð og myndarleg.

Þegar inn á Bessastaði var komið, stiklaði forsetinn á stóru um sögu staðarins og minntist á nokkra muni sem tengjast skátum. Veitingar voru þjóðlegar, skátalegar og vel úti látnar. Krakkarnir fengu þarna tækifæri til að skoða staðinn fornminjarnar í kjallaranum, gjafir sem embættið hafði veitt viðtöku og höfðu sína staði á loftinu, borðið fína sem er alltaf myndað þegar ríkisstjórnir koma saman, málverkin eftir Kjarval og fleiri sem prýða veggina. Ungmennin fengu líka að skoða skrifstofu forseta og nokkrir mátuðu stólinn sem fór þeim ljómandi vel og hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér.

Þetta eru flottir krakkar og ég ákaflega stolt af þeim.

Jónína Sigurjónsdóttir, félagsforingi skátafélagsins Stróks.

Strókur