Laugaskarð sigraði í Lífshlaupinu

skrifað 03. mar 2015
Vinningsliðið, Bjarni Rúnar, Hafdís, Auður Elísabet, Ólöf og GeiriVinningsliðið, Bjarni Rúnar, Hafdís, Auður Elísabet, Ólöf og Geiri

Lið Sundlaugarinnar Laugaskarði sigraði í Lífshlaupinu í ár í flokki vinnustaða með 3 - 9 starfsmenn. Samtals voru þau með 2315 hreyfimínútur og einnig voru þau með flesta hreyfidaga. Frábær árangur hjá þeim en starfsfólk laugarinnar hefur nokkrum sinnum áður verið í efstu sætum Lífshlaupsins.

Auður Elísabet Guðjónsdóttir mætti fyrir hönd liðsins og tók við verðlaunum úr hendi Hafsteins Pálssonar, formanns almenningsíþróttasviðs ÍSÍ. Hann fór yfir helstu tölfræði keppninnar og afhenti sigurvegurum í öllum flokkum verðlaunaplatta.

Góða þátttaka var í vinnustaðakeppninni í ár þar sem þátttakendur voru rúmlega 12.000 en 406 vinnustaðir með 1349 lið voru skráð til leiks. Fín þátttaka var einnig í grunnskólakeppninni þar sem 34 skólar skráðu 412 bekki með 7.539 nemendur til leiks. Alls tóku 13 framhaldsskólar þátt með 662 þátttakendur. Tæplega 900 þátttakendur eru í einstaklingskeppninni og er heildarfjöldi þátttakenda í Lífshlaupinu um 21.000.

Auður Elísabet og Hafsteinn Pálsson frá ÍSÍ