Nýr göngustígur að Hamarshöllinni.

skrifað 02. okt 2012
Göngustígur BreiðamörkGöngustígur Breiðamörk

Framkvæmdir eru nú hafnar við lagningu göngustígs meðfram Breiðumörk, frá gatnamótum Laufskóga að íþróttasvæðinu norðan Hamars. Göngustígurinn verður upplýstur og með malbikuðu slitlagi. Verkið innifelur einnig lagningu bundins slitlags á götuna Hverahvamm að gistihúsinu Frost & Funa. Verkið var nýlega boðið út og samið var við lægstbjóðanda, jarðvinnuverktakann Já kvætt ehf. Heildarkostnaður við verkið er áætlaður um 14 mkr. og gert er ráð fyrir að því ljúki í nóvember.
Á meðfylgjandi mynd sést hvar göngustígurinn mun liggja meðfram Hlíðarhaga.

Skipulags- og byggingarfulltrúi.