Fréttir frá Bókasafninu

skrifað 01. mar 2012

Prjónakaffi verður 12. mars kl. 20-22, en ekki 5. mars eins og hefðin segir. Við fáum nefnilega heimsókn frá Garnbúðinni Gauju í Mjódd og þær eru alltaf með prjónakaffi hjá sér fyrsta mánudagskvöld í mánuði eins og við.

Í byrjun mars förum við að senda lánþegum viðvörun um skiladag fyrir allt efni nema DVD diska. Viðvörun verður send út á mánudags-, miðvikudags- og föstudagsmorgnum til að minna fólk á að skila á réttum tíma. Ef þið hafið nýlega skipt um netfang þá vinsamlegast látið okkur vita um nýtt netfang með því að senda póst á bok@hveragerdi.is. Núna er upplagt að læra að nota http://gegnir.is/, skrá sig þar inn með lykilorði sem þið fáið hjá okkur og þá getið þið sjálf framlengt útlánin á netinu ef þið þurfið þess.

Í kringum 10. mars verður sett upp ný sýning á safninu. Nánar um það og væntanlegan fyrirlestur alveg á næstunni.

Þar sem heimasíða safnsins er í lamasessi bendi ég á Facebook síðu safnsins http://facebook.com/bokasafnid.is.hveragerði til að fylgjast með því sem við erum að gera (smella á Líkar við).

Loks viljum við láta vita af Bókasafnsdeginum, sem í ár verður þriðjudaginn 17. apríl. Þá munu flest bókasöfn landsins vekja á sér athygli með ýmsum hætti. Nánar um það síðar.

Með bestu kveðju,

Bókasafnið í Hveragerði
Sunnumörk 2
810 Hveragerði
s. 483-4531 fax 483-4571
bokasafn@hveragerdi.is>