Innsetningin Huglæg rými eftir myndlistarmanninn Ólaf Svein Gíslason var opnuð um miðjan janúar í Listasafni Árnesinga að viðstöddu fjölmenni. Sunnudaginn 3. febrúar mun Ólafur ganga um sýninguna og segja frá og ræða við gesti um gerð og innihald innsetningarinnar sem samanstendur af kvikmynd sem varpað er á sex veggi sýningarrýmisins, vatnslitaverkum, litlum misstórum skúlptúrum og milliveggjum sem á áhugaverðan hátt mynda eitt verk sem sviðsett er í þrjá meginsali safnsins sem og í anddyrið.
Sýningin hverfist öll um nágranna Ólafs í...