Vígsla leikskólans Undralands

skrifað 10. nóv 2017
byrjar 16. nóv 2017
 

Leikskólinn Undraland verður vígður með viðhöfn fimmtudaginn 16. nóvember kl. 16:00.

Við það tækifæri mun Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri, rekja gang framkvæmda og að því loknu mun sr. Jón Ragnarsson blessa húsið og starfsemi þess áður en Önnu Erlu Valdimarsdóttur, leikskólastjóra, verða formlega afhent lyklavöld að skólanum.

Að athöfn lokinni verður boðið uppá veitingar og öllum gefst kostur á að skoða húsakynni skólans.

Leikskólinn verður opinn og til sýnis þennan dag á milli kl. 16:00 og 18:00.

Íbúar eru hvattir til að koma og kynna sér þessa glæsilegu byggingu og umhverfi hennar sem og metnaðarfullt starf leikskólans.

Allir velkomnir !