Vegleg gjöf til leikskólans Óskalands!

skrifað 18. des 2018
Gjöf frá Hjálparsveit skáta í Hveragerði

Hjálparsveit skáta Hveragerði kom færandi hendi á dögunum og gaf öllum börnum og starfsfólki leikskólans Óskalands í Hveragerði endurskinsvesti!

Við sjáumst!!!!
Við sjáumst í skammdeginu!
Við sjáumst í göngutúrum!
Við sjáumst í myrkrinu!
Við sjáumst þegar við göngum yfir götur!
Við sjáumst í Hveragerði!
Við sjáumst alls staðar!

Við sendum þeim okkar innilegustu þakkir og minnum á að við SJÁUMST þegar við verslum flugeldana hjá þeim fyrir áramótin!!!

Gleðileg jól