Umferðatafir vegna framkvæmda

skrifað 09. ágú 2018
byrjar 10. ágú 2018
 

Vegfarendur geta búist við lengri ferðatíma og miklum umferðartöfum á leið sinni um Suðurlandsveg á morgun, föstudag.


Eftirfarandi tilkynningar hafa borist frá Vegagerðinni:

Föstudaginn 10. ágúst er stefnt á að malbika báðar akreinar til vesturs á Suðurlandsvegi, um 2 km á milli vegamóta við Hellisheiðravirkjun og Þrengslaveg. Akreinunum verður lokað á meðan við hringtorg við Hveragerði og umferð beint um Þrengslaveg. Viðeigandi merkingar verða settar upp meðan á framkvæmd stendur skv. viðlögðu lokunarplani 8.0.83(A). Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 9:00 til kl. 00:00.

Einnig er á föstudaginn 10. ágúst stefnt á að fræsa báðar akreinar til norðurs á Suðurlandsvegi, um 2,1 km á milli vegamóta við Þrengslaveg og Litlu Kaffistofunnar. Akreinunum verður lokað á meðan og umferð færð yfir á öfugan vegahelming. Viðeigandi merkingar verða settar upp meðan á framkvæmd stendur skv. viðlögðu lokunarplani 8.0.83(B) og 8.0.83(C). Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 9:00 til kl. 19:00.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.