Sjö stúlkur í æfingahóp yngri landsliða

skrifað 03. des 2019
Þær Gígja Marín og Helga Sóley kepptu fyrir Íslands hönd 2018

Sjö stúlkur úr Körfuknattleiksdeild Hamars voru valdar í æfingahópa yngri landsliða KKÍ. Yngri landsliðshóparnir munu æfa á milli jóla og nýárs en landsliðin verða tilkynnt undir vor 2020.

Landsliðin eru að undirbúa þátttöku í Norðurlanda- og Evrópumótum sumarið 2020. Við óskum þeim innilega til hamingju og góðs gengis á æfingunum.

Þær stúlkur sem voru valdir til æfinga voru: Ása Lind Wolram, Elektra Mjöll Kubrzeniecka, Helga María Janusdóttir og Rebecca Jasmine Pierre eru í U15 ára hópi. Gígja Marín Þorsteinsdóttir, Helga Sóley Heiðarsdóttir og Perla María Karlsdóttir eru í U18 ára hópi.