Sérkjör í Strætó fyrir nema

skrifað 17. ágú 2018
Strætó er öruggur ferðamáti allan ársins hring.

Hvergerðingar sem stunda nám á höfuðborgarsvæðinu geta keypt persónubundin strætókort á sérkjörum. Eru þeir sem það geta hvattir til að nýta sér þetta tilboð.

Nemendur af Suðurlandi sem sækja nám á höfuðborgarsvæðinu geta nú keypt kort í Strætó á sama verði og nemar í FSu greiða eða 90.000,- á önn. Sama er hvort menntastofnunin er framhalds- eða háskólastigi.

Til að fá útgefið Strætókort(nemakortið) þarf að gera eftirfarandi:

Nemakortið kostar 90.000 kr. fyrir önnina sem leggja þarf inn á reikning Sambands sunnlenskra sveitarfélaga. Reikningsnúmer: 586-26-100122 kt. 480775-0159.

Því næst sendir þú greiðslukvittun á netföngin: alda@sudurland.is og ragga@sudurland.is, ásamt fullu nafni nafni, kennitölu, gildistíma og svæði sem ekið er frá/til.

Þá þarf einnig staðfestingu skóla um skólavist og mynd af viðkomandi á rafrænu formi.

Innan 7 til 10 virkra daga færðu strætókortið sent í ábyrgðarpósti á lögheimili þitt.

Einnig er minnt á að nemar sem kaupa annað hvort þetta kort eða önnur persónubundin strætókort geta fengið 15% endurgreiðslu á bæjarskrifstofu gegn framvísunar kvittunar.

Nemendur sem stunda nám á höfuðborgarsvæðinu eru hvattir til að nýta sér þjónustu Strætós og þau sérkjör og afslætti sem nú eru í boði.

Aldís Hafsteinsdóttir
Bæjarstjóri.