Ræsing á borholu HS-09 Klettahlíð Hveragerði

skrifað 26. okt 2018
byrjar 29. okt 2018
 

Vegna veðurs og álags á hitaveitukerfinu í Hveragerði þurfum við að hefja nýtingu á heitu vatni úr borholu HS-09 við Klettahlíð. Notkun þeirrar holu fylgir ónæði og óþægindi fyrir íbúa í nærliggjandi húsum. Ákvörðun um þetta fyrirkomulag er tekin í góðri samvinnu við bæjaryfirvöld í Hveragerði. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Unnið er að því að koma hitaveitu Hvergerðinga í viðunandi horf, m.a. með nýtingu á borholu í Ölfusdal. Leyfisferli fyrir þá nýtingu lauk í vikunni og við gerum ráð fyrir að hún verði komin í rekstur fyrri hluta árs 2019.