Listasýning í Drullusundi 18-20.ágúst 2017

skrifað 11. ágú 2017
byrjar 20. ágú 2017
 
Listasýning í Drullusundi

Listvinafélagið í Hveragerði stendur fyrir listsýningu í Drullusundi á Blómstrandi dögum.

Hvergerðingar á öllum aldri, jafnt lærðir sem leiknir listamenn, eru hvattir til að taka þátt og skila inn verki til Listasafns Árnesinga eða Bókasafnsins í Hveragerði fyrir þ. 16. ágúst nk.

Verkin geta verið málverk, teikning eða ljósmynd í stærðinni A-3 eða A-4.

Athugið að verkið verður plastað áður en það er hengt upp.

Látið endilega titil og nafn fylgja.

LISTVINAFÉLAGIÐ Í HVERAGERÐI