Leikskólakennara og deildarstjóra vantar í Hveragerði.

skrifað 18. jún 2018
byrjar 15. ágú 2018
 

Hveragerði er ört vaxandi sveitarfélag sem rekur tvo leikskóla, Óskaland og Undraland. Báðir leikskólar auglýsa nú eftir metnaðarfullum, skapandi og jákvæðum starfsmönnum af báðum kynjum fyrir haustið/veturinn. Getur verið að þú sért einmitt rétta manneskjan í starfið?

Leikskólinn Óskaland

Við leikskólann Óskaland eru lausar stöður leikskólakennara á allar deildir frá 1.ágúst n.k. Leikskólinn er 4ra deilda skóli fyrir börn á aldrinum 16 mánaða til 5 ára. Leikskólinn starfar í anda Reggio Emilia. Lögð er áhersla á vinnu með málörvun,læsi, skapandi starf, hreyfingu og lífsleikni.

Umsóknarfrestur er til 15. júlí

Leikskólinn Undraland

Frá og með 13. ágúst vantar í fjórar stöður við Undraland, bæði deildarstjóra og leikskólakennara. Leikskólinn starfar í nýju vel útbúnu 6 deilda húsnæði og þar dvelja börn á aldrinum 12 mánaða til 5 ára á. Lögð er áhersla á vinnu með málörvun, læsi og hreyfingu og unnið er eftir kennsluaðferðum leikur að læra.

Umsóknarfrestur er til 1.ágúst.

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun.
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum kostur
  • Lipurð og hæfni í samskiptum.
  • Jákvæðni og stundvísi.
  • Gott vald á íslenskri tungu.
  • Hreint sakavottorð.

Fáist ekki menntaðir leikskólakennarar eða fólk með aðra uppeldismenntun og eða reynslu kemur vel til greina að ráða leiðbeinendur tímabundið í lausar stöður!

Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og störfin henta jafnt konum sem körlum.

Umsóknareyðublöð eru á vef Hveragerðisbæjar:hér og þeim skal skilað á skrifstofu Hveragerðisbæjar, Breiðumörk 20, 810 Hveragerði eða á mottaka@hveragerdi.is

Nánari upplýsingar veita:

Anna Erla Valdimarsdóttir, leikskólastjóri undraland@hveragerdi.is

Gunnvör Kolbeinsdóttir, leikskólastjóri oskaland@hveragerdi.is