Kjör íþróttamanns ársins 2018

skrifað 17. des 2018
byrjar 28. des 2018
 
Kjör íþróttamanns ársins 2018

Það er orðinn fastur liður í jólahátíð Hvergerðinga að Hveragerðisbær veitir afreksfólki í íþróttum viðurkenningu fyrir unnin afrek á árinu og útnefnir íþróttamann Hveragerðis. Að þessu sinni eru 9 í kjöri til íþróttamanns Hveragerðis 2018 og 25 fá viðurkenningu fyrir góðan árangur á árinu. Allir íþróttamennirnir hafa sýnt mikinn metnað til að ná langt í sinni íþróttagrein og eru svo sannarlega góð fyrirmynd fyrir bæinn og yngri íþróttamenn.

Það er menningar-, íþrótta- og frístundanefnd sem velur íþróttamann Hveragerðis, en leitað var eftir tilnefningum frá félögum og deildum í Hveragerði og frá sérsamböndum ÍSÍ. Allar tilnefningar sem bárust eru frá aðildarfélögum ÍSÍ.

Eftirtaldir íþróttamenn eru tilnefndir í kjöri íþróttamanns Hveragerðis 2018:
*Arnar Dagur Daðason Körfuknattleiksmaður ársins 2018
*Fannar Ingi Steingrímsson Golfari ársins 2018
*Hekla Björt Birkisdóttir Fimleikakona ársins 2018
*Helga Sóley Heiðarsdóttir Körfuknattleikskona ársins 2018
*Kristján Valdimarsson Blakmaður ársins 2018
*Kristrún Rut Antonsdóttir Knattspyrnukona ársins 2018
*Rakel Hlynsdóttir Lyftingakona ársins 2018
*Stefán Þór Hannesson Knattspyrnumaður ársins 2018
*Úlfar Jón Andrésson Íshokkímaður ársins 2018

Arnar Dagur Daðason Fannar Ingi Steingrímsson Hekla Björt Birkisdóttir Helga Sóley Heiðarsdóttir Kristján Valdimarsson Kristrún Rut Antonsdóttir Rakel Hlynsdóttir Stefán Þór Hannesson Ulfar_Jon

Eftirtaldir íþróttamenn fá viðurkenningu fyrir Íslands- og bikarmeistaratitla eða fyrir að keppa í landsliðum fyrir Íslands hönd 2018:

Íslands- og bikarmeistarar í fimleikum
3. flokkur Hamar Mix - Íslandsmeistarar 2018.
Elísa Mist Benediktsdóttir
Katrín Embla Werner
Rannveig Arna Sigurjónsdóttir
Elmar Örn Þorsteinsson
Þorsteinn Bergmann Heiðarsson
Maríus Kristján Bergþórsson
3. flokkur Hamar Mix - Bikarmeistarar 2018
Rannveig Arna Sigurjónsdóttir
Elísa Mist Benediktsdóttir
Þorsteinn Bergmann Heiðarsson
Eric Máni Guðmundsson
3. flokkur Hamar C - Bikarmeistarar 2018
Elektra Mjöll Kubika
Erna Eir Þórðardóttir
Ása Lind Wolfram
Eydís Lilja Einarsdóttir

Íslandsmeistarar í badminton 2018
Hrund Guðmundsdóttir í A-deild
Þórhallur Einisson í A-deild
Bjarndís Helga Blöndal í B-deild

Landsliðsmenn í blaki 2018
Hafsteinn Valdimarsson
Kristján Valdimarsson

Landsliðskonur í U16 ára liði stúlkna í körfuknattleik 2018
Helga Sóley Heiðarsdóttir
Gígja Marín Þorsteinsdóttir

Landsliðskona í fimleikum 2018
Hekla Björt Birkisdóttir

Landsliðskona í lyftingum 2018
Rakel Hlynsdóttir

Landsliðsmaður í íshokký 2018
Úlfar Jón Andrésson

Landsliðsmaður eldri kylfinga 2018
Erlingur Arthursson

Íþróttamenn ársins verða heiðraðir í Listasafni Árnesinga föstudaginn 28. desember kl. 17. Allir velkomnir.

Menningar-, íþrótta- og frístundanefnd