Jón Ingi sýnir á Bókasafninu í Hveragerði

Á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 19. apríl, opnar ný sýning á Bókasafninu í Hveragerði. Jón Ingi Sigurmundsson sýnir þar vatnslitamyndir og olíumálverk sem hann hefur málað á undanförnum árum.
Sýningin opnar kl. 15 og eru allir hjartanlega velkomnir. Boðið verður upp á hressingu.
Jón Ingi Sigurmundsson er fæddur 1934 á Eyrarbakka og uppalinn þar.
Fyrsti kennari hans í myndlist var Jóhann Briem, en síðan hefur Jón Ingi sótt mörg námskeið í myndlist bæði hérlendis og erlendis. Hann hefur m.a. sótt nám hjá Ulrik Hoff í Kaupmannahöfn, hjá Ron Ranson vatnslitamálara í Englandi og hjá Keith Hornblower á námskeiði í Myndlistaskóla Kópavogs. Hann hefur aðallega unnið með olíu- og vatnsliti. Jón Ingi hefur tekið þátt í mörgum samsýningum og haldið yfir 40 einkasýningar, þar af 11 á Eyrarbakka. Hann sýndi einnig nokkrum sinnum í Eden í Hveragerði. Fjöldi mynda Jóns Inga er í eigu einkaaðila, auk ýmissa fyrirtækja og stofnana m.a. Listasafns Árnesinga og Listasafns Landsbankans.
Jón Ingi fékk menningarviðurkenningu Árborgar árið 2011 og var valinn heiðurslistamaður Myndlistarfélags Árnesinga veturinn 2017-18.
Sýningin verður opin um leið og safnið, mánudaga kl. 11-18:30, þriðjudaga til föstudaga 13-18:30 og laugardaga 11-14 og stendur til 26. maí.
Eldri fréttir
-
13. des 2019Bókun bæjarstjórnar Hveragerðis 12.desember 2019
-
11. des 2019Úthlutun dvalar í listamannahúsinu Varmahlíð
-
09. des 2019Röskun á starfsemi bæjarins vegna veðurútlits
-
22. nóv 2019Jól í bæ - viðburðir
-
20. nóv 2019Flýtingu framkvæmda fagnað
-
20. nóv 2019Mun beiðni um viðræður verða samþykkt ?
-
18. nóv 2019Ás-Grundarsvæði, lýsing á deiliskipulagsáætlun.
-
05. nóv 2019Auka á aðgengi að þráðlausu neti
-
11. okt 2019Úthlutun fjölbýlishúsa í Kambalandi
-
09. okt 2019Aukin og betri þjónusta fyrir eldri íbúa Hveragerðisbæjar