Leikskólinn Óskaland fær jólagjöf

skrifað 09. des 2016
byrjar 09. des 2016
 
Segulkubbar_gjof fra Kvennfelagi Hveragerdis

Undanfarin ár hefur Kvenfélag Hveragerðis gefið Óskalandi jólagjöf!

Gjöfin hefur verið nýtt til kaupa á einstaklega skemmtilegum segulkubbum! Kubbarnir eru í laginu eins og grunnformin og hafa mikið kennslulegt gildi! Börnin læra form, lögun, stærðfræði, liti og ímyndunarafl og sköpun eflist! Smám saman stækkar kubbasafnið og fyrir gjöfina í ár verða keyptir kubbar fyrir yngri börnin! Við sendum Kvenfélaginu innilegar þakkir fyrir hlýhug og stuðning í gegnum árin með óskum um gleðiríka hátíð og farsæld á komandi árum!

Fyrir hönd allra í leikskólanum Óskalandi Gunnvör Kolbeinsdóttir leikskólastjóri