Íþróttamaður Hveragerðis 2017

skrifað 12. des 2017
byrjar 28. des 2017
 
Íþróttamaður ársins 2017

Það er orðinn fastur liður í jólahátíð Hvergerðinga að Hveragerðisbær veitir afreksfólki í íþróttum viðurkenningu fyrir unnin afrek á árinu og útnefnir íþróttamann Hveragerðis. Að þessu sinni eru 12 íþróttamenn heiðraðir, 8 eru í kjöri til íþróttamanns Hveragerðis 2017 og 6 fá viðurkenningu fyrir góðan árangur á árinu. Allir íþróttamennirnir hafa sýnt mikinn metnað til að ná langt í sinni íþróttagrein og eru svo sannarlega góð fyrirmynd fyrir bæinn og yngri íþróttamenn. Það er menningar-, íþrótta- og frístundanefnd sem velur íþróttamann Hveragerðis, en leitað var eftir tilnefningum frá félögum og deildum í Hveragerði og frá sérsamböndum ÍSÍ. Allar tilnefningar sem bárust eru frá aðildarfélögum ÍSÍ.

Eftirtaldir íþróttamenn eru tilnefndir í kjöri íþróttamanns Hveragerðis 2017:

 • Aníta Líf Aradóttir Lyftingamaður ársins 2017
 • Dagný Lísa Davíðsdóttir Körfuknattleikskona ársins 2017
 • Fannar Ingi Steingrímsson golfari ársins 2017
 • Hekla Björt Birkisdóttir Fimleikamaður ársins 2017
 • Kristján Valdimarsson Blakmaður ársins 2017
 • Kristrún Rut Antonsdóttir Knattspyrnumaður ársins 2017
 • Ragnar Ágúst Nathanaelsson Körfuknattleiksmaður ársins 2017
 • Úlfar Jón Andrésson Íshokkímaður ársins 2017

Aníta Líf Aradóttir      Lyftingamaður ársins 2017 Dagný Lísa Davíðsdóttir, önnur frá hægri.        Körfuknattleikskona ársins 2017 Fannar Ingi Steingrímsson      golfari ársins 2017 Hekla Björt Birkisdóttir Fimleikamaður ársins 2017 Kristján Valdimarsson til hægri á myndinni         Blakmaður ársins 2017 Kristrún Rut Antonsdóttir önnur frá hægri í efri röð     Knattspyrnumaður ársins 2017 Ragnar Ágúst Nathanaelsson Körfuknattleiksmaður ársins 2017 Úlfar Jón Andrésson           Íshokkímaður ársins 2017

Eftirtaldir íþróttamenn fá viðurkenningu fyrir Íslands- og bikarmeistaratitla á árinu 2017:

 • Aníta Líf Aradóttir
 • Björgvin Karl Guðmundsson
 • Einar Ísberg
 • Halldór Gunnar Þorsteinsson
 • Hekla Björt Birkisdóttir
 • Matthías Abel Einarsson

Íþróttamenn ársins verða heiðraðir í Listasafni Árnesinga fimmtudaginn 28. desember kl. 17. Allir velkomnir.

Menningar-, íþrótta- og frístundanefnd