Hlíðarhagi, deiliskipulag

skrifað 18. okt 2018
byrjar 04. des 2018
 

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 17. október sl. að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir lóðina Hlíðarhaga í Hveragerði og næsta nágrenni hennar, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagssvæðið afmarkast af hlíðum Hamarsins til vesturs, íbúðabyggð í Laufskógum til suðurs af Breiðamörk til austurs og opnu svæði í hlíðum Hamarsins til norðurs. Meginmarkmið deiliskipulagsins er að nýta landgæði svæðisins til þess að auka framboð á byggingalóðum í Hveragerði, með byggð sem ætlað er að falli vel að bæði landslagi og núverandi byggð.

Tillagan liggur frammi á bæjarskrifstofunni Breiðumörk 20, frá og með mánudeginum 22. október til mánudagsins 3. desember 2018.

Tillagan er aðgengileg á heimasíðu Hveragerðisbæjar, hér

Athugasemdir eða ábendingar við tillöguna skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi þriðjudaginn 4. desember 2018 annað hvort á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar Breiðumörk 20 eða á netfangið gfb@hveragerdi.is .

Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar