Gróðurhús til leigu

skrifað 10. mar 2017
byrjar 20. mar 2017
 
Gróðurhús  til leigu

Hveragerðisbær auglýsir eftir tilboðum í leigu á garðyrkjustöðinni að Þelamörk 29 sem staðsett er í miðbæ Hveragerðisbæjar.

Óskað er eftir verðtilboðum frá áhugasömum aðilum sem geri jafnframt góða grein fyrir fyrirhuguðum rekstri í húsunum og hvernig hann geti haft jákvæð áhrif á bæjarbrag og ímynd Hveragerðisbæjar.

Nánari upplýsingar eru í meðfylgjandi auglýsingu.

Tilboðum skal skilað á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar fyrir kl. 12:00, 20 mars 2017.