"Göngum saman" í Hveragerði

skrifað 11. maí 2017
byrjar 14. maí 2017
 

Gengið verður á vegum "Göngum saman" verkefnisins hér í Hveragerði sunnudaginn 14. maí kl. 11. Þetta er létt ganga svo allir geta auðveldlega verið með. Góður félagsskapur, til suðnings góðu málefni í góðu veðri. Allir eru hvattir til að fjölmenna í gönguna.

Styrktarfélagið Göngum saman hefur það að markmiði að styrkja grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini en þær eru undirstaða þess að lækning finnist í framtíðinni. Félagið leggur áherslu á mikilvægi hreyfingar bæði til heilsueflingar og til að afla fjár í styrktarsjóðinn. Stærsta fjáröflun ársins er í kringum árlega göngu félagsins á mæðradaginn í maí.