Gámamiðar fyrir árið 2017

skrifað 29. des 2016
byrjar 30. jan 2017
 

Gámamiðarnir fyrir árið 2017 eru komnir. Þeir afhendast í 12 miðablokkum á hvert heimili svo áfram geta bæjarbúar komið og losað sig við gjaldskyldan úrgang þeim að kostnaðarlausu.

Hver heimsókn kostar 1 miða óháð því magni sem komið er með hverju sinni.

Sjá verðskrá gámasvæðis hér

Miðarnir verða húseigendum/íbúendum til afgreiðslu á bókasafninu í Sunnumörk. Þar er opið mánudaga kl. 11-18:30, þriðjudaga-föstudaga kl. 13-18:30 og laugardaga kl. 11-14.

Vinsamlegast athugið að miðarnir verða ekki sendir í pósti.

Við vekjum athygli opnunartíma á gámasvæðisins:

  • Virkir dagar frá kl. 16:00 til kl. 18:00.
  • Laugardagar frá kl. 14:00 til kl. 18:00.
  • Sunnudagar Lokað.