Frístundaskólinn og félagsmiðstöðin flytja í nýtt húsnæði

skrifað 05. nóv 2017
Selma, Kristófer, Erla og Elín Ester í eldhúsi frístundaskólans.

Frístundaskólinn og félagsmiðstöð unglinga flutti í húsnæðið sem áður hýsti leikskólann Undraland í síðustu viku. Elín Ester Magnúsdóttir og starfsmenn hennar hafa þegar komið sér vel fyrir í hinu glæsilega húsnæði og er óhætt að segja að starfsemin muni verða með öðrum brag núna þegar allir verða komnir undir eitt þak. Lóðin er líka afar skemmtileg og hentar vel börnum á þeim aldri sem þarna munu verða og er ekki að efa að sleðabrekkan góða verði mikið notuð þegar og ef það snjóar á næstunni.

Í dag eru um 90 börn skrá í frístundaskólann á aldrinum 6-9 ára.
Félagsmiðstöð unglinganna er einnig að hreiðra um sig í húsinu og stefnir allt í að sambúð þessara tveggja stofnana muni verða með miklum sóma.

Börnum, ungmennum og starfsmönnum er óskað til hamingju með þessar breytingar sem vonandi munu efla starfsemina til muna.

Sandkassinn er vinsæll.