Vindharpa hengd upp í Smágörðunum

skrifað 20. feb 2017
dagur leikskólans1

Ýmislegt verðlaust efni var nýtt af leikskólabörnum bæjarins þegar þau bjuggu til vindhörpu sem síðan var hengd upp í Smágörðunum við Hótel Örk nú nýverið.


Leikskólabörn af Leikskólanum Undralandi og Leikskólanum Óskalandi hafa að undanförnu unnið að sameiginlegu verkefni, sem var síðan hengt upp í Smágörðunum v/Hótel Örk á degi leikskólans nú nýverið.

Börnin nýttu ýmislegt (verðlaust efni )sem þeim datt í hug til þess að búa til vindhörpu. Niðursuðudósir, lyklar, tölur, herðatré, LGG dollur, perlur, málningu,steina og ýmisleg annað var nýtt í listaverkið. Leikskólabörnin sungu einnig saman 3 lög. Krummi Krunkar úti, Nú er frost á fróni og Í leikskóla er gaman. Eins og sjá má af meðfylgjandi myndum var virkilega gaman hjá yngstu íbúum bæjarins þennan dag.

dagur leikskólansdagur leikskólans2dagur leikskólans3dagur leikskólans4