Breytingar á niðurdælingu

skrifað 09. nóv 2017
byrjar 08. nóv 2017
 

Eftirfarandi er tilkynning frá ON - orku náttúrunnar

Í dag, miðvikudaginn 8. nóvember, er verið að gera breytingar á rekstri niðurrennslissvæða í Húsmúla og Gráuhnúkum á Hellisheiði. Áætlað er að aðgerðir hefjist eftir hádegi í dag og verði lokið fyrir lok vinnudags á fimmtudag, 9. nóvember. Unnið er eftir þróuðu verklagi til að lágmarka líkur á finnanlegri skjálftavirkni vegna breytinganna.

Nánari upplýsingar veitir vaktin á Hellisheiði í síma 617 2823/617 2824.