Blái skjöldurinn

skrifað 25. sep 2018
byrjar 29. okt 2018
 

Framundan er að skipulagt námskeið í boði Landsnefndar Bláa Skjaldarins sem er deild í alþjóðasamtök International Committee of the Blue Shield sem stofnuð voru árið 1996 til að vinna að verndun menningararfs í hættu vegna náttúruhamfara og stríðsátaka.

Aðilar eru alþjóðasamtaka safna (ICOM), menningarminjastaða (ICOMOS), skjalasafna (ICA) og bókasafna (IFLA). Eitt markmiða Bláa skjaldarins er að sameina kraft menningarstofnanna til að vinna saman að verndun menningararfs heimsins með því að samhæfa viðbragðsáætlanir þar sem hættuástand verður. Það má því segja að Blái skjöldurinn gegni svipuðu hlutverki fyrir menningararfinn og Rauði krossinn gegnir í mannúðar- og hjálparstarfi.

Um er að ræða 4 tíma námskeið sem mun fara fram 29. október á Listasafni Árnesinga í Hveragerði.

Hér koma drög að dagsskrá fyrir námskeiðið
Kl.09.00- 09.15 Blái Skjöldurinn á Íslandi og "pilotverkefni" Bláa Skjaldarins í Norðurþing
K.09.15-09.30 Vá á Suðurlandi og áhrif á menningararfinn: stutt upprifjun
Kl.09.30-kl.10.30 Aðalþættir um viðbrögð við vá

  • Áhættugreining: hvað getur gerst og hvaða áhrif hefur það á safnkostinn?
  • Forvarnir: Er hægt að fyrirbyggja skemmdir?
  • Viðbragðsáætlun fyrir safnkostinn: hversu raunhæf getur hún verið?
  • Neyðaraðstoð: fyrstu viðbrögð. Hverjir geta hjálpað?
  • Hlutverk almannavarna og björgunarsveita.
  • Forgangsröð björgunarstarfs: tillaga um sameiginlegt átak.
  • Endurreisn og áætlunargerð: Þörf fyrir sérfræðiþekkingu og sjálfboðavinnu.
  • Viðhald neyðaáætlunarinnar.

Kl.10.30-10.45 Kaffi
Kl.10.45- kl.11.30 Hópavinna -fyrri hluti

Skipt í hópa.

Unnið að gerð áhættugreiningar fyrir safnkostinn við mismunandi vá (eyðublaði dreift til stuðnings) Mat á stöðu hverrar stofnunar: Er hún tilbúin til að takast á við vá? Tillögur um úrbætur

Kl.11.30-12.00 Kynning hópa og umræður

Kl.12.00- kl.12.12.45 Hópsvinna -seinni hluti (eyðublað dreift til stuðnings)

Gerð áætlunar um björgun safnkosts
-Búa til tengslanet, kortleggja aðstoðina, búa til tímaramma fyrir endurreisn.

Áætlað er að námskeiðsgjald verði á milli kr. 6.000-7.000.

Það er okkar von að flest ykkar sjái ávinning í að taka þátt. Hægt er að ská sig með því að senda póst á nathalieforvordur@gmail.com fyrir 20. október.

Við hlökkum til að heyra frá ykkur, Með bestu kveðjum,

Nathalie Jacqueminet (ICOM), sjálftætt starfandi safnfræðingur og forvörður, fyrrverandi varðveislustjóri á Þjóðminjasafni Íslands nathalieforvordur@gmail.com