Bæjarskrifstofurnar flytja
skrifað 18. maí 2017

Bæjarskrifstofur Hveragerðisbæjar verða á haustmánuðum fluttar úr núverandi húsnæði í verslunarmiðstöðinni í Sunnumörk í miðbæinn eða að Breiðumörk 20 (Arion banka húsið). Sérstakur leigusamningur við Reiti – skrifstofur ehf. um leiguna var lagður fram á bæjarstjórnarfundi þann 11. apríl sl. og samþykktur samhljóða.
Í bókun bæjarstjórnar segir að með þessu vilji bæjarstjórn leitast við að efla miðbæjarkjarna Hveragerðis sem óneitanlega breyttist töluvert með tilkomu verslumarmiðstöðvarinnar við Sunnumörk.
Verslunarmiðstöðin muni einnig njóta góðs af þessari breytingu þar sem meira rými skapast fyrir núverandi rekstraraðila og ný spennandi verslunarrými verða til í Sunnumörk.
Eldri fréttir
-
13. des 2019Bókun bæjarstjórnar Hveragerðis 12.desember 2019
-
11. des 2019Úthlutun dvalar í listamannahúsinu Varmahlíð
-
09. des 2019Röskun á starfsemi bæjarins vegna veðurútlits
-
22. nóv 2019Jól í bæ - viðburðir
-
20. nóv 2019Flýtingu framkvæmda fagnað
-
20. nóv 2019Mun beiðni um viðræður verða samþykkt ?
-
18. nóv 2019Ás-Grundarsvæði, lýsing á deiliskipulagsáætlun.
-
05. nóv 2019Auka á aðgengi að þráðlausu neti
-
11. okt 2019Úthlutun fjölbýlishúsa í Kambalandi
-
09. okt 2019Aukin og betri þjónusta fyrir eldri íbúa Hveragerðisbæjar