Anna Erla leikskólastjóri á Undralandi
skrifað 02. feb 2017

Anna Erla Valdimarsdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri Leikskólans Undralands í veikindafjarveru Sesselju Ólafsdóttur, leikskólastjóra. Tók hún við starfinu þann 1. febrúar s.l.
Anna Erla sem er leikskólakennari að mennt hefur starfað á Undralandi um árabil. Fyrst sem leiðbeinandi en að lokinni útskrift árið 1998 hefur hún starfað þar sem deildarstjóri og nú síðast sem aðstoðarleikskólastjóri í afleysingu.
Anna Erla hefur sótt fjölda námskeiða tengd starfinu og er því vel búin undir nýjan starfsvettvang.
Óskum við henni velfarnaðar í störfum sínum í framtíðinni.
Eldri fréttir
-
11. des 2019Úthlutun dvalar í listamannahúsinu Varmahlíð
-
09. des 2019Röskun á starfsemi bæjarins vegna veðurútlits
-
22. nóv 2019Jól í bæ - viðburðir
-
20. nóv 2019Flýtingu framkvæmda fagnað
-
20. nóv 2019Mun beiðni um viðræður verða samþykkt ?
-
18. nóv 2019Ás-Grundarsvæði, lýsing á deiliskipulagsáætlun.
-
05. nóv 2019Auka á aðgengi að þráðlausu neti
-
11. okt 2019Úthlutun fjölbýlishúsa í Kambalandi
-
09. okt 2019Aukin og betri þjónusta fyrir eldri íbúa Hveragerðisbæjar
-
07. okt 2019Það er einfalt að flokka lífrænt