Jólatré ársins er úr Arnarheiði

skrifað 23. des 2017
Jenný og Þorsteinn við tréð góða.

Sú hefð hefur skapast hér í Hveragerði að jólatré bæjarbúa sem staðsett er í smágörðunum er ávallt gjöf frá bæjarbúum sem nýta þetta tækifæri til að gefa trjám framhaldslíf sem ekki rúmast lengur í einkagarðinum.

Í ár eru það hjónin Jenný Hugrún Wiium og Þorsteinn Hansen sem gáfu jólatréð en þau búa í Arnarheiði. Jólatréð sem nú prýðir smágarðana hefur í áraraðir verið afar fallega skreytt um jól og verið til mikillar prýði í götunni. En núna var komið að leiðarlokum og því fékk tréð þetta góða hlutverk að gleðja alla bæjarbúa á aðventu og um hátíðina. Það voru síðan barnabörnin þau Jenný Sigrún og Maríus sem fengu það hlutverk að tendra ljósin á trénu á fyrsta sunnudegi í aðventu.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá er það ekki einfalt verk hvorki að fella, flytja eða koma niður jólatré bæjarins og eiga starfsmenn áhaldahúss heiður skilinn fyrir þá vinnu eins og reyndar við alla vinnu við skreytingar bæjarins sem þeir eiga allan heiður af.

Meðfylgjandi myndir af flutningi trésins tók Höskuldur Þorbjarnarson, umhverfisfulltrúi.

Flutningur jólatrés 2017.Flutningur jólatrés 2017.Flutningur jólatrés 2017.Flutningur jólatrés 2017.Flutningur jólatrés 2017.Flutningur jólatrés 2017.