Körfuboltaleikur Hamars og Fjölnis í Frystikistunni

skrifað 23. mar 2017
byrjar 23. mar 2017
 
Fjölmennum og styðjum strákana til sigurs

Hamar er með forystu í einvíginu við Fjölni um sæti í úrslitum 1. deildar og geta með sigri í kvöld leikið til úrslita um sæti í Dominos deildinni. Fjölmennum og hvetjum strákana áfram í kvöld kl. 19:30.

Áfram Hamar!

Strákarnir eru klárir fyrir kvöldið.