Starfsmaður óskast í íþróttamannvirki

skrifað 21. jún 2017
byrjar 21. jún 2017
 
Sundlaugin í Laugarskarði

Hveragerðisbær óskar eftir starfsmanni í íþróttamannvirki - sundlaug

Um er að ræða 100% starf sem felur m.a. í sér eftirliti með tækjabúnaði, baðgæslu í karlaklefa, laugargæslu, þrifum og afgreiðslustörfum. Unnið er á vöktum.

Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi ánægju af því að starfa innan um börn, sé reglusamur, búi yfir hæfni í mannlegum samskiptum, nákvæmni og snyrtimennsku.

Gerð er krafa um að starfsmaður standist kröfur um hæfnispróf sundstaða. Æskilegur aldur 20 ára og eldri.

Nánari upplýsingar veitir Jóhanna M. Hjartardóttir, http://jmh@hveragerdi.is/

Umsóknareyðublöð liggja frammi í móttöku bæjarskrifstofu. Umsóknarfrestur er til og með 4. ágúst