Félagsmiðstöðin með fulltrúa í Söngkeppni Samfés

60 krakkar úr félagsmiðstöðinni Skjálftaskjóli eru að fara á SamFestinginn 2017 um helgina, 24.-25. mars, en það er stórviðburður á vegum Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi. Hátíðin fer fram í Laugardalshöllinni. Ballið er á föstudeginum frá kl. 19.00-23.00 og söngkeppnin á laugardeginum frá kl. 13.00–16.00.
Við í Skjálftaskjóli eigum fulltrúa í söngkeppninni en þær Gígja Marín Þorsteinsdóttir, Gunnhildur og Hrafnhildur Hallgrímsdætur voru valdar sem eitt af þremur atriðum frá Suðurlandi til að keppa í úrslitakeppninni. Þær hafa æft af kappi undanfarið og er mikil tilhlökkun að sjá þær á stóra sviðinu. Þær munu flytja lagið "Your Song" eftir Elton John. Gígja Marín syngur, Hrafnhildur leikur á bassa og Gunnhildur á píanó og raddar með Gígju Marín.
Við óskum þeim góðs gengis og um fram allt að njóta stundarinnar á stóra sviðinu í Laugardalshöll.
Eldri fréttir
-
11. des 2019Úthlutun dvalar í listamannahúsinu Varmahlíð
-
09. des 2019Röskun á starfsemi bæjarins vegna veðurútlits
-
22. nóv 2019Jól í bæ - viðburðir
-
20. nóv 2019Flýtingu framkvæmda fagnað
-
20. nóv 2019Mun beiðni um viðræður verða samþykkt ?
-
18. nóv 2019Ás-Grundarsvæði, lýsing á deiliskipulagsáætlun.
-
05. nóv 2019Auka á aðgengi að þráðlausu neti
-
11. okt 2019Úthlutun fjölbýlishúsa í Kambalandi
-
09. okt 2019Aukin og betri þjónusta fyrir eldri íbúa Hveragerðisbæjar
-
07. okt 2019Það er einfalt að flokka lífrænt