Sundlaugin Laugaskarði - sumaropnun og 80 ára afmæli

skrifað 14. maí 2018
byrjar 06. jún 2018
 
Sundlaugin á fallegum sumardegi

Í dag mánudaginn 14. maí hefst sumaropnun og er ánægjulegt að tilkynna lengri opnun en hefur verið.

Sundlaugin Laugaskarði - Thermal pool

Sumaropnun frá 14. maí – 15. september:

Mánud. – föstud.,frá kl. 06:45 – 21:30
Monday to Friday, from 06:45 AM - 09:30 PM

Helgar, frá kl. 09:00 – 19:00
Weekends, from 09:00 AM - 7:00 PM

Við bjóðum í 80 ára afmæli laugarinnar þann 6. júní

Það verður fjölbreytt dagskrá m.a. dótasund, kennsla í sundtækni, vatna dans, slökun og flot. Við verðum líka með flotta tónleika. Berglind María, Sædís Lind og Kjartan gítarleikari koma fram kl. 17 síðan verður sundlaugadiskó með DJ Atla Kanil.

Tónleikarnir með KK verða 1. september.

Það stóð til að KK kæmi á afmælisdaginn en það er nauðsynlegt að fagna stóru afmæli yfir allt árið. Þann 1. september verður aftur fagnað og eru félagar í sunddeild UFHÖ sérstaklega velkomnir þennan dag. KK verður með hádegistónleika fyrir sundlaugargesti síðan verður Ester Hjartardóttir, sundþjálfari UFHÖ til margra ára, með sundæfingu fyrir gamla félaga. Gamlir sundmenn hafa stofnað hóp á fésbókinni, Sunddeild UFHÖ.

KK er löngu orðinn þjóðþekktur tónlistarmaður enda liggja eftir hann ófáar perlur dægurlagamenningar Íslendinga. Við erum að tala um Kristján Kristjánsson betur þekktan sem trúbadorinn og tónlistarmanninn KK. Hann heiðrar nú Sundlaugina Laugaskarði á 80 ára afmælinu enda vanur að stíga ölduna á sjó.

Sjáumst í sundi !

Það er skemmtilegt í sundi80 ára afmælisdagskráKK verður með hádegistónleika á bakkanum á 80 ára afmælinu 1. septemberSunddeild UFHÖ fagnar afmælinu þann 1. september