Skjálftaskjól í úrslit í söngkeppni USSS

skrifað 13. jan 2017
Hrafnhildur, Gígja Marín og Gunnhildur.

Atriði frá félagsmiðstöðinni Skjálftaskjóli var eitt af þremur sem komst áfram í úrslit söngkeppni USSS sem haldin var á Hellu í kvöld. Það voru þær Gígja Marín Þorsteinsdóttir, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Hrafnhildur Hallgrímsdóttir sem fluttu lagið „Your Song“ eftir Elton John.

Gígja Marín söng, Hrafnhildur lék á bassa og Gunnhildur Fríða spilaði á píanó og raddaði með Gígju Marín.

Frábær frammistaða og glæsilegur flutningur hjá stelpunum. USSS er söngkeppni félagsmiðstöðva á Suðurlandi en þrjú efstu sætin komast áfram í aðalkeppnina. Hin tvö atriðin sem komust í úrslit voru frá Hellu og Selfossi. Páll Óskar hélt uppi stuðinu eftir keppnina en hann var líka einn af dómurunum.

Innilegar hamingjuóskir til stelpnanna