Jólatónleikar með Sætabrauðsdrengjunum

skrifað 10. nóv 2017
byrjar 26. nóv 2017
 
Stórsöngvararnir Gissur Páll, Bergþór, Hlöðver og Viðar ásamt Halldóri píanóleikara

Sætabrauðsdrengirnir Bergþór Pálsson, Gissur Páll Gissurarson, Hlöðver Sigurðsson og Viðar Gunnarsson ásamt Halldóri Smárasyni, útsetjara og píanóleikara, verða í jólastuði í Hveragerðiskirkju 26. nóvember kl. 17.

Miðasala á tix.is (5500) og við innganginn(5900)

https://www.tix.is/is/event/5302/s-tabrau-sdrengirnir/

Það verður hátíðarbragur og eftirvænting í loftinu, jólagæsahúð! Strákarnir eiga samt mjög erfitt með að bregða ekki á leik af og til. Sætabrauðsdrengirnir hafa haldið stórskemmtilega jólatónleika síðastu ár og ferðast um landið með íslenskt dægurlagaprógramm sem hlaut frábærar viðtökur.

Látið ekki þessa gleðijólatónleika fram hjá ykkur fara!