Sundlaugin lokar frá 16. – 28. júlí

skrifað 10. júl 2018
byrjar 16. júl 2018
 

Kæru laugargestir

Viðhaldsframkvæmdir ganga vel á efri hæð sundlaugarhússins. Næsta mánudag 16. júlí verður að skrúfa fyrir vatnið og hefst þá vinna við pípulagnir. Áætlað er að loka í 10 daga. Vonandi fáum við nokkra daga þurrk til að mála á útisvæði og þrífa laugarkerið. Sjáumst aftur í lok júlí.