Hefur þú áhuga á að sitja í ungmennaráði bæjarins ?

Við leitum að áhugasömum einstaklingum á aldrinum 16 – 24 ára sem hafa brennandi áhuga á að starfa fyrir ungt fólk í Hveragerðisbæ og sitja í ungmennaráði bæjarins. Hvaða breytingar vill ungt fólk sjá? Hvað finnst ungu fólki vel gert? Finnst ungu fólki tekið mark á skoðunum þeirra? Upplýsingar hjá menningar og frístundafulltrúa, jmh@hveragerdi.is
Hlutverk ungmennaráðs er að efla tengsl ungmenna í bæjarfélaginu og auka tengsl þeirra við stjórnkerfi bæjarfélagsins. Ungmennaráð er ráðgjafi bæjarstjórnar um málefni ungs fólks og skal bæjarstjórn hafa við það samráð um málefni ungmenna. Ungmennaráð kemur ábendingum til bæjarstjórnar varðandi það sem betur má fara er varðar málefni ungmenna eins og hagsmuni og aðstæður ungmenna.
Markmið ungmennaráðs er að veita ungmennum fræðslu og þjálfun í lýðræðislegum vinnubrögðum og skapa vettvang og leiðir til þess að gera þeim kleift að koma skoðunum sínum á framfæri við viðeigandi aðila.
Eldri fréttir
-
22. nóv 2019Jól í bæ - viðburðir
-
20. nóv 2019Flýtingu framkvæmda fagnað
-
20. nóv 2019Mun beiðni um viðræður verða samþykkt ?
-
18. nóv 2019Ás-Grundarsvæði, lýsing á deiliskipulagsáætlun.
-
05. nóv 2019Auka á aðgengi að þráðlausu neti
-
11. okt 2019Úthlutun fjölbýlishúsa í Kambalandi
-
09. okt 2019Aukin og betri þjónusta fyrir eldri íbúa Hveragerðisbæjar
-
07. okt 2019Það er einfalt að flokka lífrænt
-
29. sep 2019Nýbygging samþykkt við Ás, dvalar og hjúkrunarheimili
-
02. sep 2019Lýðheilsugöngur í Hveragerði