Íþróttamaður ársins 2017

skrifað 07. nóv 2017
byrjar 30. nóv 2017
 
Hekla Björt var kjörin íþróttamaður Hveragerðis 2016

Kæru bæjarbúar Íþróttamaður ársins er útnefndur í sérstakri athöfn milli jóla og nýárs. Almenningi er gefinn kostur á að tilnefna íþróttamann ársins 2017. Með tilnefningu skal fylgja greinargerð um árangur og rökstuðningur fyrir tilnefningu viðkomandi.

Tilnefningar þurfa að berast fyrir 30. nóvember nk.

Menningar-, íþrótta- og frístundanefnd kemur saman í byrjun desember og fer yfir tilnefningar.