Jól í bæ – viðburðadagatal 2017

skrifað 07. nóv 2017
byrjar 30. nóv 2017
 
Jólasveinarnir munu heimsækja bæinn

Menningar- og frístundasvið er farið að taka saman viðburði tengdum jólum. Undanfarin ár hefur viðburðadagatal verið gefið út á vegum bæjarins þar sem tíunduð er dagskrá kirkjunnar, félaga, safna og skóla um aðventuna og jólin.

Í fyrra var fyrirtækjum boðið að vera með sína viðburði í dagatalinu og mæltist það vel fyrir.

Einnig er jólagluggaleikurinn orðinn hefð sem er samvinnuverkefni bæjarins og margra fyrirtækja í bænum.

Verið í bandi ef þið eruð með viðburð sem þið viljið kynna í viðburðadagatalinu eða ef þið viljið vera með jólaglugga í ár.