Þrettándagleði og fjölskylduskemmtun

skrifað 05. jan 2017
byrjar 06. jan 2018
 
Lítil flugeldasýning í lok dagskrár

verður í Skyrgerðinni laugardaginn 6. janúar kl. 17:00 – 17:40. Söngur og gleði með álfadrottningu og álfakóngi. Grýla og Leppalúði mæta ásamt sonum sínum jólasveinunum.

Öll hersingin heldur síðan til fjalla þegar Hjálparsveitin skýtur burt jólin með nokkrum flugeldum.

Heitt kakó í boði bæjarins

Söngsveitin og Leikfélagið sjá um skemmtunina.

Mætum öll og syngjum saman.

Leppalúði og Grýla mætaSöngsveitin leiðir söngJólasveinar kveðja áður en þeir halda til fjallaÖllum boðið uppá heitt kakó