Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 13. desember 2018 óverulega breytingu á deiliskipulagi Sólborgarsvæðis í Hveragerði. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Varmá og spildu úr landi Reykja til vesturs, Ölfusborgum og opnu svæði undir Reykjafjalli til norðurs, landi Gljúfurárholts til austurs og Hringvegi (Suðurlandsvegi) til suðurs.
Breytingin felur í sér að áður en uppbygging hefst á Sólborgarsvæðinu verði deiliskipulag þess aðlagað legu tengivegar eins og hún er sýnd í aðalskipulagi. Tengivegurinn sem um ræðir liggur samsíða...